*
*

Leiguskilmálar

Skilmálar

Leiguskilmálar Perla Holidays

Leiguskilmálar þessir gilda um allar leigubókanir gerðar í gengum heimasíðu, tölvupóst eða með síma við Perla Investments S.L. (Perla Holidays – www.perlaholidays.com ) CIF B53545703 um leigu fasteigna á Spáni. Litið er svo á að eftir bókun og greiðslu sé kominn á skammtímaleigusamningur um viðkomandi eign og að leigutaki hafi samþykkt neðangreinda leiguskilmála - ítrekar Perla Holidays því fyrir leigutaka að kynna sér vel eftirfarandi skilmála áður en bókun er gerð.

  1. Bókunarferli og greiðslur

    1. Leigjandi verður að vera eldri en 20 ára. Perla Holidays hefur rétt á að æskja eftir persónuskilríkjum því til staðfestingar.

    2. Til að staðfesta pöntun skal leigutaki greiða 100% af leiguverði með kortagreiðslu á heima síðu Perla Holidays ( www.perlaholidays.com ). Þessi greiðsla er óendurgreiðanleg ef leigutaki hættir við leigu.

    3. Auk þess skal leigutaki greiða 110€ vegna þrifa og 500€ tryggingu með kortagreiðslu við bókun og hefur þá fullnaðargreiðsla átt sér stað.

  2. Leiguverð

    1. Leiguverð er samkvæmt verðskrá á heimasíðu hverju sinni. Innifalið í leiguverði eru rúmföt, baðhandklæði, 1 x strandhandklæði á mann, rafmagn, vatn og annað.

    1. Ef leigutaki kaupir viðbótarþjónustu s.s. „árbít í ísskáp“ skal sú þjónusta greidd sbr. 1.3 lið hér að ofan.

  1. Koma og brottför

    1. Afhending lykla fer fram á Spáni

    2. Leigutími hefst kl. 16.00 á komudegi og endar kl. 12.00 á lokadegi leigutímabils.

    3. Ef leigutaki óskar eftir að breyta brottfarartíma skal hann hafa samband við Perla Holidays og spyrjast fyrir um möguleika á breytingu. Slík breyting er háð eftirspurn og ekki möguleg án samþykkis frá Perla Holidays.

    4. Ef leigutaki skilar ekki af sér eign á réttum tíma hefur Perla Holidays heimild til að rukka leigutaka um 250€ vegna aukins kostnaðar sem hlýst af viðkomandi seinkun, sem dragast skulu af fyrir fram greiddri tryggingu.

  2. Breytingar og forföll

    1. Ef leigutaki vill breyta áður staðfestri bókun skal hafa samband við Perla Holidays sem mun af fremsta megni reyna að verða við óskum leigutaka. Athugið að slíkar breytingar geta falið í sér auka kostnað.

    2. Ef til seinkunar eða forfalla kemur vegna ferðamáta leigutaka er það á hans ábyrgð en ekki á ábyrgð Perla Holidays sem leigusala.

    3. Ef leigutaki afbókar leiguna með 30+ daga fyrirvara á hann rétt á 100% endurgreiðslu. Ef leigutaki afbókar leiguna með milli 14 – 29 daga fyrirvara á hann rétt á 50% endurgreiðslu. Ef afbókanir berast með innan við 14 daga fyrirvara á leigutaki ekki rétt á endurgreiðslu.

    4. Ef leigusali (Perla Holidays) afbókar leiguna á hvaða tímapunkti sem er vegna tvíbókunar hennar eða vegna annarra ófyrirséðra aðstæðna sem verða þess valdandi að eignin er ekki útleiguhæf, skal leigusali endurgreiða leigutaka 100% af þeim greiðslum sem leigutaki hefur innt af hendi.

    5. Allar óskir um breytingar á bókunum eða forföll skulu sendar á Perla Holidays á tölvupósti.

  3. Þrif

    1. Sbr. lið 1.3 hér að ofan er það hluti af skilmálunum að leigutaki greiði fyrir brottfararþrif og þvott á líni sem greitt skal við bókun.

    2. Við komu leigutaka í eignina skal hin leigða eign vera hrein, með hreinum rúmfatnaði, min 5 kaffihylkjum, handsápu, uppþvottalegi, salernispappír og handklæðum.

    3. Ef leigutaki telur leigueignina um eitthvað áfátt við komu skal hann tafarlaust gera Perla Holidays viðvart. Að öðrum kosti er svo litið á að leigutaki telji aðkomu fullnægjandi.

    4. Fyrir brottför skal leigutaki henda öllu rusli og skila við öll eldunar- og mataráhöld hrein og tilbúin til notkunar fyrir næsta leigutaka. Þetta á einnig við um útigrill þar sem þau eru til staðar. Ef leigutaki uppfyllir ekki þessa skilmála hefur Perla Holidays heimild til að rukka leigutaka um 50€ vegna aukins kostnaðar við þrif sem dragast skulu af fyrir fram greiddri tryggingu.

  4. Tryggingar og lyklaafhending

    1. Sem tryggingu fyrir verulegri misnotkun og skemmdum á eigninni verður að leggja fram 500€ tryggingu sem greiðist við bókun á heimasíðu Perla Holidays, sbr. lið 1.3 hér að ofan.

    2. Perla Holidays áskilur sér rétt að taka af framangreindri upphæð vegna verulegra skemmda á eigninni eða ófullnægjandi umgengni/skilum (liðir 3.4 og 5.4), en Þessi trygging er ekki til að standa skil á brotnum borðbúnaði eða eðlilegri notkun.

    3. Trygging er endurgreidd til leigutaka innan við 7 dögum eftir að leigutíma lýkur.

    4. Lyklaafhending fyrir klukkan 10:00 og eftir kl 20:00 kostar 30€ og skal greiðast með reiðufé við afhendingu lykla. Afhending lykla eftir kl 20:30 felur í sér 60€ aukagjald.

  5. Skyldur og skuldbindingar leigutaka

    1. Leigutaki skuldbindur sig til að ganga um eign samkvæmt þeim reglum sem liggja fyrir í húsinu um leigueignina sjálfa og það húsfélag sem eignin tilheyrir.

    2. Það tjón sem leigutaki eða gestir hans kunna að valda er á ábyrgð leigutaka sem samþykkir fulla greiðslu viðgerða og/eða bóta sem orsakast hafa vegna óeðlilegrar notkunar á leigueigninni eða ef tjónið er komið til vegna ásetnings eða gáleysis á meðan að leigutíma stendur. Jafnvel þó að tjónið sé meira en sem nemur upphæð tryggingar.

    3. Fjöldi einstaklinga ( 2 til 18 ára +) sem dvelur í fasteign skal ekki fara yfir þann hámarksfjölda dvalargesta er kemur fram á upplýsingasíðu fasteignar á vefsíðu Perla Holidays.

    4. Reykingar eru bannaðar innandyra, og gæludýr eru ekki leyfð í Leigueignum Perla Holidays nema kveðið sé á um það sérstaklega í lýsingu eignar á heimasíðu Perla Holidays.

    5. Flestar Leigueignir eru í íbúðahverfi þar sem reglur gilda um notkun sameiginlegra sundlaugar, hávaða takmörk o.fl. Leigutaki skal kynna sér og virða gildandi reglur leiguíbúðar og húsfélags sbr. liður 7.1 hér að ofan

    6. Ef liggur fyrir að nágrannar s.s. í húsfélagi verða fyrir óþægindum vegna brotinna reglna leigutaka eða gesta hans, áskilur Perla Holidays sér rétt til að fara fram á að leigutaki yfirgefi fasteign án rétts til að krefjast hvers konar bóta eða endurgreiðslu.

    7. Ganga skal vel um hið leigða húsnæði og halda því hreinu á meðan dvöl stendur.

    8. Sé loftkæling notuð skulu dyr og gluggar vera lokuð annars kemur kælingin ekki að neinu gagni og neytir ómælds rafmagns. Vinsamlega hafið í huga að rafmagn er mjög dýrt á Spáni og biðjum við leigjendur hafi það í huga við notkun á loftkælingunni – ef óeðlileg notkun á sér stað geta gestir átt von á því að þurfa að greiða aukalega fyrir rafmagnið.

    9. Við flestir Leigueignir er sundlaug og skulu leigutakar fara varlega og fylgjast vel með börnum sínum og/eða þeim sem ósyndir eru, athugið að vera ekki með glerílát eða glös við sundlaug, þar sem glerbrot í sundlaug geta falið í sér kostnaðarsöm þrif sem leigutaki þarf ellegar að bera kostnað af.

    10. Ef lykill læsist inni í húsinu þarf leigutaki að greiða fyrir lyklasmið.

  6. Skyldur og skuldbindingar Perla Holidays

    1. Perla Holidays ber ábyrgð á því að allar upplýsingar sem birtast um leigueign á heimasíðunni www.perlaholidays.com séu réttar.

    2. Perla Holidays er ábyrg fyrir því að leiga á fasteign sé í samræmi við öll staðbundin eða innlend lög þar með talin lög um heilsu, öryggi og tryggingar.

    3. Perla Holidays er ekki ábyrg fyrir neinum beinum eða óbeinum kostnaði, tjóni eða tapi sem leigutaki eða gestir hans stofna á meðan og að eftir dvöl leigutaka lýkur.

    4. Perla Holidays ber ekki ábyrgð á bilunum eða truflunum á þjónustu eða búnaði í fasteign, eða truflun vegna viðhalds sem kann að fara fram í sameign.

    5. Perla Holidays býður upp á vefsíðu til að leigja út fasteignir í einkaeigu eða eigu fyrirtækja og er Perla Holidays ábyrg fyrir virkni vefsíðunnar og innihaldi hennar.

  7. Slys, veikindi og andlát

    1. Verði Leigutaki eða gestir hans fyrir slysi, veikindum eða andláti á meðan að leigutíma stendur er Perla Holidays og eigandi eignar undanþeginn öllum kostnaði og ábyrgð sem af því kann að skapast.

    2. Leigutaki og gestir hans eru í leigueigninni á eigin vegum og bera fulla ábyrgð á hugsanlegum slysum, veikindum og/eða andláti.

    3. Bent er sérstaklega á að gæta fyllstu varúðar við sundlaugar, á hálum flísum, svölum, stigum, notkunar á loftkælingu, raftækjum, sturtum og öðru sem hætta gæti stafað af.

  8. Lög og varnarþing

    1. Um þjónustuviðskipti gilda skilmálar sem skilgreindir eru í spænskum lögum um fjarsöluþjónustu og rafræn viðskipti nr. 34/2002 frá 11. júlí ( es. Ley de Servicios de la Sociedad de la Información y del Comercio Electrónico ). Rísi mál út af viðskiptasamningum Perla Investments s.L og/eða almennum skilmálum samþykkja aðilar að það skuli rekið fyrir dómstólum Orihuela, Alicante, Spáni.

Sérstaða okkar

PERLA HOLIDAYS er leigumiðlun og systurfyrirtæki fasteignasölunnar PERLA INVESTMENTS, með skrifstofur í Villamartín hverfinu á Costa Blanca.

  • Við erum fjölskyldufyrirtæki sem hefur starfað við fasteignasölu og þjónustu við ferðamenn og innfædda í yfir 22 ár.
  • Hjá PERLA HOLIDAYS bjóðum við upp á útleigu fasteigna þannig að jafnt eigandi eignarinnar sem og leigjandi hennar njóta góðs af.
  • Allar okkar leigueignir eru vel útbúnar, með loftkælingu, interneti og frábærri aðstöðu og alltaf hægt að leita til okkar til að fá aðstoð á meðan á leigutíma stendur.
  • Við afhendum lykla, sjáum um þrif og bjóðum upp á að kaupa inn morgunmat fyrir þá sem koma eftir lokun matvöruverslana.

 

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar á tölvupósti eða í síma/Whatsapp:

 info@perlaholidays.com 
Sími: 0034 680237012
Estoy de acuerdo

!cookie_text aquí.